1634 atvinnulausir - múrarar og hugbúnaðarfólk óskast til starfa
1.634 einstaklingar eru í dag án atvinnu á Suðurnesjum samkvæmt upplýsingum á vef Vinnumálastofnunar. Þar af eru 872 karlar en 762 konur. Á vefnum segir að ákveðna fyrirvara verður að hafa við mat á atvinnuleysi út frá þessum fjöldatölum, m.a. að um 20% eru í hlutastörfum á móti bótum.
Á vefnum eru jafnframt í boði fimm störf á Suðurnesjum. Þrjú þeirra eru fyrir menn vana múrverki en tvö við hugbúnaðargerð.