Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

16 og 17 ára unglingsstúlkur á skemmtistað
Mánudagur 15. október 2012 kl. 11:39

16 og 17 ára unglingsstúlkur á skemmtistað

Fundu skilríki á víðavangi

Fimm sextán ára stúlkur og ein sautján ára reyndust vera inni á skemmistað í Reykjanesbæ þegar lögreglan á Suðurnesjum var með hefðbundið eftirlit á skemmtistöðum um helgina. Sumar þeirra framvísuðu skilríkjum sem þær höfðu „fundið“ á víðavangi, að eigin sögn.

Stúlkurnar voru allar færðar á lögreglustöð og haft samband við foreldra þeirra sem komu og sóttu þær. Að því búnu fóru lögreglumenn aftur á umræddan skemmtistað til að ganga endanlega úr skugga um að ekki væru fleiri undir lögaldri þar inni. Svo reyndist ekki vera.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024