16 ára tekin á rúntinum
Lögreglumenn höfðu afskipti af 16 ára stúlku þar sem hún var á rúntinum á Hafnargötu í Keflavík í gærkvöldi. Hún var, eins og gefur að skilja, ekki með aldur til að vera komin með ökuréttindi og þurfti að hafa sætaskipti við förunaut sinn sem hafði tilskilin réttindi. Á kvöldvaktinni var einn ökumaður var kærður fyrir að nota ekki öryggisbelti við aksturinn og tilkynnt var um eitt umferðaróhapp.
Tilkynnt var um innbrot í bifreið utan við bifreiðaverkstæði í Grindavík í gær. Úr bifreiðinni var stolið hljómflutningstækjum og hátölurum. Atvikið getur hafa átt sér stað frá því fyrir síðustu helgi.
Loks var tilkynnt til lögreglu að ekið hafi verið á bifreið á Bakkalág í Grindavík og tjónvaldur ekið á brott. Bifreiðin sem ekið var á er af gerðinni Nissan Sunny.
Tilkynnt var um innbrot í bifreið utan við bifreiðaverkstæði í Grindavík í gær. Úr bifreiðinni var stolið hljómflutningstækjum og hátölurum. Atvikið getur hafa átt sér stað frá því fyrir síðustu helgi.
Loks var tilkynnt til lögreglu að ekið hafi verið á bifreið á Bakkalág í Grindavík og tjónvaldur ekið á brott. Bifreiðin sem ekið var á er af gerðinni Nissan Sunny.