Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnudagur 19. janúar 2003 kl. 20:41

16 ára grunaður um ölvun við akstur velti bíl

Bílprófslaus sextán ára piltur, sem grunaður er um ölvun við akstur, velti bifreið, sem hann hafði tekið í leyfisleysi frá föður sínum, á Reykjanesbraut snemma í morgun. Atvikið átti sér stað til móts við Innri-Njarðvík og telur lögregla að pilturinn hafi misst stjórn á bílnum í hálku. Bíllinn fór eina veltu og hafnaði á hliðinni utan vegar.Þegar lögregla kom á vettvang voru pilturinn og félagi hans, sem var með honum í bílnum, á bak og burt. Þeir fundust stuttu síðar í grennd við bílinn. Þeir slösuðust ekkert, en bíllinn er talsvert skemmdur og þurfti að fjarlægja hann af vettvangi með kranabíl, segir á vef mbl.is.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024