16 ára dópsalar í Reykjanesbæ staðreynd
-segir ungur fyrrverandi fíkniefnaneytandi í Reykjanesbæ í viðtali við Víkurfréttir sem mun birtast í næstu viku.
Víkurfréttir hittu á dögunum ungan mann sem verið hefur fíkniefnaneytandi í Reykjanesbæ síðustu ár. Ungi maðurinn er á þrítugsaldri og vill ekki láta nafn síns getið. Við köllum hann Braga í þessu viðtali. Í viðtalinu lýsir Bragi nöturlegum staðreyndum um fíkniefnaneyslu í Reykjanesbæ og segir frá ofbeldinu sem þrífst í þessum heimi. Að sögn Braga er ótrúlega mikið um fíkniefnaneyslu í bænum, miklu meira en fólk gerir sér grein fyrir: „Það er ótrúlegt hvað það er mikið af dópi í bænum, hassi, spítti (Amfetamíni) og ellum (E-pillum). Á skemmtistöðunum um helgar er fólk að bryðja ellur og nota spítt. Krakkar í 9. og 10. bekk eru farin að reykja hass og ég veit um nokkra stráka sem eru 16 ára sem eru farnir að selja dóp. Krakkarnir fara út á kvöldin um áttaleytið, fá sér í haus og eru á rúntinum fram yfir miðnætti. Þegar krakkarnir koma heim ná þau að fela ástand sitt og foreldrarnir eru annaðhvort farnir að sofa eða vilja ekki trúa því að barnið þeirra sé í dópi. Það er bara svo fjarlægt í huga þeirra. En þetta er að gerast og það eru foreldrarnir sem geta gert eitthvað í þessu,“ segir Bragi m.a. í sláandi viðtali við Víkurfréttir sem mun birtast í næstu viku.
Á næstunni mun birtast í Víkurfréttum ítarleg fréttaskýring um fíkniefnaheiminn á Suðurnesjum.
Blaðamenn Víkurfrétta ([email protected]) óska eftir upplýsingum frá foreldrum fíkniefnaneytenda, þolendum ofbeldis og annara aðila um þessi mál í Reykjanesbæ. Öll umfjöllun um þetta efni er undir nafnleynd, sé þess óskað og er vísað til reglna Blaðamannafélags Íslands um heimildarmenn.
Víkurfréttir hittu á dögunum ungan mann sem verið hefur fíkniefnaneytandi í Reykjanesbæ síðustu ár. Ungi maðurinn er á þrítugsaldri og vill ekki láta nafn síns getið. Við köllum hann Braga í þessu viðtali. Í viðtalinu lýsir Bragi nöturlegum staðreyndum um fíkniefnaneyslu í Reykjanesbæ og segir frá ofbeldinu sem þrífst í þessum heimi. Að sögn Braga er ótrúlega mikið um fíkniefnaneyslu í bænum, miklu meira en fólk gerir sér grein fyrir: „Það er ótrúlegt hvað það er mikið af dópi í bænum, hassi, spítti (Amfetamíni) og ellum (E-pillum). Á skemmtistöðunum um helgar er fólk að bryðja ellur og nota spítt. Krakkar í 9. og 10. bekk eru farin að reykja hass og ég veit um nokkra stráka sem eru 16 ára sem eru farnir að selja dóp. Krakkarnir fara út á kvöldin um áttaleytið, fá sér í haus og eru á rúntinum fram yfir miðnætti. Þegar krakkarnir koma heim ná þau að fela ástand sitt og foreldrarnir eru annaðhvort farnir að sofa eða vilja ekki trúa því að barnið þeirra sé í dópi. Það er bara svo fjarlægt í huga þeirra. En þetta er að gerast og það eru foreldrarnir sem geta gert eitthvað í þessu,“ segir Bragi m.a. í sláandi viðtali við Víkurfréttir sem mun birtast í næstu viku.
Á næstunni mun birtast í Víkurfréttum ítarleg fréttaskýring um fíkniefnaheiminn á Suðurnesjum.
Blaðamenn Víkurfrétta ([email protected]) óska eftir upplýsingum frá foreldrum fíkniefnaneytenda, þolendum ofbeldis og annara aðila um þessi mál í Reykjanesbæ. Öll umfjöllun um þetta efni er undir nafnleynd, sé þess óskað og er vísað til reglna Blaðamannafélags Íslands um heimildarmenn.