150 stiga heitt malbik á Reykjanesbrautina
Þó mörgum þyki heitt í veðri, þá er loftið kalt miðað við malbikið sem nú er verið að leggja á Reykjanesbrautina ofan Njarðvíkur. Risastór malbikunarvél, sem líkist helst rússnesku geimfari, hefur í dag lagt ófáa metra af kolsvörtu malbiki á brautina. Malbikið er um 150 gráðu heitt þegar það er lagt. Malbikunarvélin er einnig búin öflugum gasbrennurum sem hita yfirborð Reykjanesbrautarinnar í 120 gráður. Þá skrapar hún upp gamla malbikið til að fá betri festu fyrir það nýja sem er lagt. Malbikunarvélin er frá Svíþjóð ásamt starfsmönnum sem vinna við hana, en malbikið kemur frá Loftorku.
Myndin er tekin þegar malbikað var við Fitjar í morgun.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Myndin er tekin þegar malbikað var við Fitjar í morgun.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson