Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 6. október 1999 kl. 19:52

150 MANNS Á NÁMSKEIÐI SAMA DAGINN HJÁ MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á SUÐURNESJUM

Það bar til tíðinda hjá Miðstöð símenntunar fyrir stuttu að 150 einstaklingar sátu námskeið sama daginn. 110 konur tóku þátt í námskeiði um samskipti á kvennavinnstað sem haldið var í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, en konur frá Bókasafninu og Samkaup sátu líka námskeiðið. Þá voru 25 konur á leiðbeinendanáskeiði fyrir leikskólafulltrúa og 15 Pólverjar hófu nám í íslensku fyrir byrjendur þennan dag. Það má heldur betur segja að starfið í símenntun sé komið á fullt á haustmisseri en um 400 einstaklingar eru skráðir á námskeið MSS. Mánudaginn 27. september var annar hádegisfundur stjórnenda haldinn á Glóðinni á vegum MSS. Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins fjallaði um aukna framleiðni í fisk- og matvælaiðnaðinum og lagði áherslu á mikilvægi aukinnar þekkingar. Menn hefðu að vísu komist nokkuð langt á brjóstvitinu og reynslunni fram til þessa og án þess að gera lítið úr þessum þáttum væri aukin þekking engu að síður mikilvægasti þáttur í fisk- og matvælaiðnaði ef fyrirtækin ætluðu sér eitthvað til framtíðar. Sigurjón nefndi dæmi um meðferð matvæla, geymslu og flutning þeirra og innra eftirlit við framleiðslu, allt atriði sem lúta að framleiðniaukningu og betri markaðshlutdeild.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024