Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

150 herbergja hótel í flutningaskipi á leið til Helguvíkur
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 19. júlí 2019 kl. 14:56

150 herbergja hótel í flutningaskipi á leið til Helguvíkur

Nýtt 150 herbergja Courtyard flugvallarhótel Marriott keðjunnar rís hratt í Reykjanesbæ um þessar mundir. Síðustu mánuði hefur verið unnið að uppsteypu byggingarinnar og um næstu mánaðamót er væntanlegt til Helguvíkur flutningaskip með einingar í hótelbygginguna.

Í flutningaskipinu eru 78 gámaeiningar með fullbúnum herbergjum hótelsins. Skipið var á þriðjudag í Súesskurðinum og á leið í Miðjarðarhafið. Einingunum verður skipað upp í Helguvík og þær fluttar á byggingarstað við Aðaltorg þar sem hótelinu verður púslað saman.

Að sögn Ingvars Eyfjörð, sem leiðir uppbygginguna, mun taka um tvær til þrjár vikur að reisa hótelbygginguna en þegar því verður lokið tekur við um 4-5 mánaða tímabil til að ljúka framkvæmdum þannig að hótelið mun opna fljótlega á nýju ári.

Myndir voru teknar á byggingarstað í síðustu viku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024