Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

150 e-töflur í heimahúsi í Reykjanesbæ
Laugardagur 29. desember 2007 kl. 03:06

150 e-töflur í heimahúsi í Reykjanesbæ

Lögreglumenn á Suðurnesjum og fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fundu 150 e-töflur og 55 grömm af meintu amfetamíni við húsleit í Reykjanesbæ í gærkvöldi.

Húsráðandinn gekkst við að eiga efnið. Hann var handtekinn ásamt einum aðila, sem var gestkomandi á heimilinu. 

Þeir voru báðir látnir lausir að lokinni skýrslutöku.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024