Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

15 nýir gististaðir síðan í haust
Föstudagur 5. júní 2015 kl. 08:01

15 nýir gististaðir síðan í haust

– Voru sjö árið 2001 en orðnir 47 núna. Um 1900 gistirými í 821 herbergi.

„Ef við tökum eingöngu inn þá sem eru með öll leyfi gild í dag, þá er þetta fjölgum um 80% miðað við fjölda gististaða en í fjölda herbergja eða rúma er þetta ekki eins mikil fjölgun. Mest er fjölgunin í flokki heimagistingar, þar sem um fá herbergi er að ræða hverju sinni,“ segir Þuríður Halldóra Aradóttir, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Suðurnesja.

Árið 2001 voru um sjö gististaðir á Reykjanesi en í fyrra voru þeir orðnir 47. 15 staðir hafa bæst við í vetur og fimm staðir eru í uppbyggingu og koma mögulega inn síðar á árinu. Boðið er upp á 1892 gistirými á Suðurnesjum í 821 herbergi. Þar af eru 641 með baði. Langflest rýmanna eru í Reykjanesbæ eða 1331. Þar á eftir kemur Grindavík með 252 rými, Sandgerði með 189, Vogar 101 og Garður 38.

Heilsárs hótel með yfir 90% nýtingu
Þuríður segir gistingu á Reykjanesi einkennast af litlum stöðum, heimagistingum og gistiheimilum. Um 18 aðilar eru með 15 herbergi eða fleiri af þessum 62 gististöðum sem Markaðsstofa Suðurnesja hefur upplýsingar um.

„Það ánægjulega við þessa þróun, af þeim sem ég hef haft tök á að heimsækja, er að mikill metnaður er lagður í bæði gistiheimili og heimagistingar og aðstaða og þjónusta þeirra er til fyrirmyndar. Við þurfum þó alltaf að hafa vakandi auga með því að það haldist, einng að gæði og þjónusta séu höfð í fyrirrúmi.“ Spurð um hvað gæti mögulega vantað á Reykjanes þá væru það fleiri hótelrými.

„Þannig að við hefðum tök á því að hýsa gesti stærri viðburða á svæðinu, eins og ráðstefnur. En við erum með flotta aðstöðu fyrir slíka viðburði og getum í dag hýst um 500 manna ráðstefnu með góðu móti.“

Þá segir Þuríður nýtingu gistingar á svæðinu hafa verið mjög góða. Heilsárs hótel hafi náð yfir 90% nýtingu yfir árið sem varla þekkist utan höfuðborgarsvæðisins og nýtingin hafi farið upp um 21% milli ára 2013-2014.

„Gestirnir koma að sjálfsögðu ekki sjálfkrafa, þannig að aðstandendur þurfa að vera vakandi yfir því hvernig þeir koma þjónustu sinni á framfæri.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024