15 ára vísað frá skemmtistað
Við vínveitingahúsaeftirlit á skemmtistöðum í Reykjanesbæ í nótt höfðu lögreglumenn í fjórum tilvikum afskipti af ungmennum yngri en 18 ára þar sem þau voru inni á stöðunum.
Í tveimur tilvikana var um að ræða sömu stúlkuna en hún er tæplega 16 ára. Lögreglumenn höfðu vísað henni útaf einum skemmtistaðnum en höfðu síðan afskipti af henni nokkru síðar þar sem hún var komin inn á annan stað. Farið var með stúlkuna heim þar sem forráðamaður tók við henni