Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 27. desember 2002 kl. 09:08

15 ára unglingur tekinn með hass

Í nótt tók Lögreglan í Keflavík 15 ára ungling sem var með 1 gramm af hassi á sér. Nokkur erill var hjá lögreglu í tengslum við dansleik sem haldinn var í Stapa, en 3 aðilar kærðu líkamsárásir. Að sögn lögreglu er um minniháttar líkamsmeiðsl að ræða í tengslum við árásirnar. Lögregla flutti einn mann undir læknishendur vegna bólgu í andliti. Aðrir leituðu sér sjálfir læknisaðstoðar.
Fremur rólegt hefur verið að gera hjá lögreglu um hátíðarnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024