Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

15 ára á rúntinum með félögunum
Þriðjudagur 26. maí 2020 kl. 10:48

15 ára á rúntinum með félögunum

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í nótt 15 ára ökumann sem hafði boðið tveimur félögum sínum á rúntinn. Rætt var við foreldra drengjanna og málið tilkynnt til barnaverndarnefndar.

Þá hafa allmargir ökumenn hafa verið staðnir að hraðakstri í umdæminu á síðustu dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 139 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Hann var jafnframt grunaður um ölvunarakstur og var því handtekinn og færður á lögreglustöð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Höfð voru afskipti af níu ökumönnum sem óku á negldum dekkjum og voru tveir þeirra án ökuréttinda. Þrír óku með filmur í fremri hliðarrúðum bifreiða sinna og þurfa þeir að færa þær til skoðunar.

Loks voru höfð afskipti af ökumann sem var með tvö börn í aftursæti bifreiðar sinnar, annað í barnabílstól en hvorugt þeirra í belti. Tveir ökumenn óku svo á ljósastaura og var annar þeirra grunaður um ölvunarakstur.