Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

15 ára á rúntinum
Föstudagur 11. apríl 2003 kl. 15:15

15 ára á rúntinum

Skömmu fyrir kvöldmat á mánudag stöðvaði lögreglan 15 ára gamlan pilt þar sem hann ók bifreið á Njarðarbraut í Njarðvík. Eins og aldur hans bendir til hefur hann ekki öðlast réttindi til aksturs bifreiðar. Í gærkvöldi var tilkynnt að kjallari á Flughóteli hafi fyllst af reyk. Fóru slökkvilið og lögregla á staðinn en ekki var þarna reykur heldur hafði verið tæmt úr tveimur 6 kílóa slökkvitækjum í kjallaranum þar sem bílageymsla er. Ekki er vitað hver þarna var að verki. Dagbók lögreglunnar í Keflavík fyrir vikuna er meðfylgjandi.Mánudaginn 7. apríl 2003
Aðfaranótt mánudags voru tveir ökumenn kærðir fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut. Annar var kærður fyrir að aka á 112 km þar sem hámarkshraði er 90 km en hinn var á 105 km þar sem hámarkshraði er 70 km.
Kl. 08:05 var tilkynnt um bílveltu á Garðvegi skammt norðan við Golfskálann í Leiru. Þarna hafði ökumaður, sem var einn í bílnum, misst stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að bifreiðin fór útaf veginum, valt og enda stakkst en endaði á hjólunum. Ökumaðurinn reyndist ekki alvarlega slasaður og fékk að fara til síns heima að lokinni læknisskoðun á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Krapi var á veginum þegar slysið varð, en ekki teljandi hálka.
Tvö minniháttar umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar í dag.
Kl. 15:27 var ökumaður bifreiðar kærður fyrir að aka á 137 km hraða á Reykjanesbraut rétt austan við Innri-Njarðvík þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.
Kl. 15:43 var tilkynnt að ekið hefði verið á barn við söluturninn Biðskýlið við Hólagötu í Njarðvík. Betur fór á en horfðist og slapp barnið með skrámur og mar.
Kl. 18:55 stöðvaði lögreglan 15 ára gamlan pilt þar sem hann ók bifreið á Njarðarbraut í Njarðvík. Eins og aldur hans bendir til hefur hann ekki öðlast réttindi til aksturs bifreiðar.
Kl. 23:35 var ökumaður bifreiðar kærður fyrir að aka á 127 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er leyfður 90 km. Sami ökumaður var kærður fyrir að hafa ekki ökuskírteini sitt meðferðis.
Þriðjudagurinn 8. apríl 2003
Eitt minniháttar umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu í dag.
Kl. 19:07 var tilkynnt til lögreglu að farsíma að gerðinni Nokia 3310 hafi verið stolið á líkamsræktarstöð í Keflavík. Ekki er vitað hver þar var að verki.
Miðvikudagurinn 9. apríl 2003

Kl. 10:26 var tilkynnt um innbrot í húsnæði á Bolafæti í Njarðvík. Þar var farið inn í bifreið og stolið Panasonic hljómtæki.
Kl. 18.12 var tilkynnt að búið væri að aka niður annað tveggja stöðvunarskyldumerkja á Stekki í Njarðvík við Reykjanesbraut.
Einn ökumaður var kærður fyrir að tala í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað. Ökumaðurinn var einnig með útrunnið ökuskírteini. Skráningarnúmer voru tekin af einni bifreið vegna vanskila á greiðslu tryggingariðgjalds.
Tíðindalítið á næturvaktinni til miðnættis en tveir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur, annar á Reykjanesbraut og hinn á Grindavíkurvegi. Sá sem hraðar ók var á 137 km. hraða. HÁJ.
Fimmtudagurinn 10. apríl 2003

Kl. 12:11 var bifreið stöðvuð vegna hraðaksturs á Garðvegi. Mældur hraði 113 km þar sem hámarkshraði er 90 km.
Kl. 14:12 var bifreið stöðvuð á Reykjanesbraut vegna hraðaksturs. Mældur hraði 112 km þar sem hámarkshraði er 90.
Kl. 19.36 var tilkynnt að kjallari á Flughóteli hafi fyllst af reyk. Fóru slökkvilið og lögregla á staðinn en ekki var þarna reykur heldur hafði verið tæmt úr tveimur 6 kílóa slökkvitækjum í kjallaranum þar sem bílageymsla er. Ekki er vitað hver þarna var að verki.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024