Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

145 milljóna tap á samstæðureikningi
Föstudagur 21. maí 2010 kl. 13:05

145 milljóna tap á samstæðureikningi


74,5 milljóna króna tap varð á rekstri A-hluta bæjarsjóðs Grindavíkurbæjar á síðasta ári en samanlagt 144,7 milljónir á samstæðunni, samkvæmt ársreikningi 2009 sem samþykktur var á bæjarstjórnarfundi í fyrradag.

Í áætlun hafði verið reiknað með 52,4 milljóna króna tapi á A-hluta. Helstu frávik í reikningi voru þau að skatttekjur urðu 27 milljónum krónum lægri en áætlun gerði ráð fyrir. Framlög Jöfnunarsjóðs voru 14,1 milljón hærri og laun og launatengd gjöld 39,6 milljónum króna hærri. Aðrar tekjur og annar rekstrarkostnaður var 19,3 milljónum kr. óhagstæðari en áætlun gerði ráð fyrir og fjármagnsliðir voru 20,6 milljónum kr. hagstæðari.

Sjá nánar í fundargerð bæjarstjórnar hér
---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavík - Ljósmynd/Oddgeir Karlsson.