Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

145.000 kr. framlag í Minningarsjóð Ölla
Föstudagur 11. október 2013 kl. 09:26

145.000 kr. framlag í Minningarsjóð Ölla

Opinn tími var haldinn hjá MetaBolic í Reykjanesbæ á dögunum þar sem þátttakendur greiddu frjáls framlög fyrir tímann. Framlögin runnu öll í Minningarsjóð Ölla sem nú er verið að setja á stofn. Alls söfnuðust 45.000 krónur í tímanum. Nettó í Reykjanesbæ kom svo færandi hendi og bætti 100.000 krónum í pottinn. Upphæðin, 145.000 krónur, var svo afhent formlega á miðvikudagskvöld.

Minningarsjóður Ölla hefur það markmið að styrkja börn sem minna mega sín á Íslandi til íþróttaiðkunar. Stjórn sjóðsins skipa þau Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður, Margrét Sanders framkvæmdastjóri Deloitte og Halla Heimisdfóttir íþrótta- og lýðheilsufræðingur. Verndari sjóðsins er Þorgrímur Þráinsson.

Það voru þau Guðrún Hildur Jóhannsdóttir frá Metabolic í Reykjanesbæ og Stefán Guðjónsson frá Nettó sem afhentu Margréti Sanders framlagið við athöfn í Metabolic Reykjanesbæ í fyrrakvöld.

VF-mynd: Hilmar Bragi
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024