Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

140 fleiri atvinnulausir - 20 fluttir í burtu - 20 fleiri á framfæri bæjarins
Laugardagur 23. apríl 2011 kl. 17:15

140 fleiri atvinnulausir - 20 fluttir í burtu - 20 fleiri á framfæri bæjarins

- eftir að ríkisstjórnin fundaði á Suðurnesjum

Frá því ríkisstjórnin hélt fund sinn á Suðurnesjum þann 9. nóvember sl. og boðaði aðgerðir í atvinnumálum á Suðurnesjum hefur atvinnulausum fjölgað vel á annað hundrað og atvinnuleysisprósentan hækkað úr 12,7% í 14,5%. Samtals hafa 140 manns misst vinnuna frá því fundurinn var haldinn, 20 atvinnulausir hafa flutt í burtu og aðrir 20 hafa fallið af atvinnuleysisskrá og eru komnir á framfærslu Reykjanesbæjar.


„Atvinnuleysi frá því að ríkisstjórnin kom hefur aukist verulega bæði í prósentum og í tölum og ég segi í tölum vegna þess að fólk hefur flutt af svæðinu. Við erum að tala um 14,5% atvinnuleysi á móti 12,7% þegar ríkisstjórnin var hér. Það eru 140 manns sem hafa misst vinnuna á þessum tíma, þar að auki hafa 20 atvinnulausir flutt úr bænum þannig að það er ekki verið að telja þá lengur og 20 hafa komið hér inn á fjárhagsaðstoð Reykjanesbæjar af atvinnuleysisskrá því þeir hafa dottið af atvinnuleysisskrá eftir að hafa verið atvinnulausir svo lengi,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, í páskaviðtali Víkurfrétta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Viðtalið við Árna Sigfússon má lesa hérna.