14 tillögur bárust í listaverkasamkeppni
Fjórtán tillögur bárust Sandgerðisbæ í samkeppni um listaverk sem setja á upp við höfnina í tilefni af 100 ára afmæli vélbátaútgerðar frá Sandgerði.
Þann 4. febrúar síðastliðin voru liðin 100 frá að að mb Gammur lagðist við akkeri í Sandgerðisvík og hóf fiskveiðar frá Sandgerði. Af þessu tilefni er ráðgert að setja upp minnismerki á Hafnarsvæðinu vestan við ljósavitann. Þema verksins á að vera tengt vélum, bátum, skipum, störfum sjómanna og fjölbreytileika hafsins. Í lýsingu um samkeppnina segir að verkið verði í þrívídd og eigi að snúast eftir vindum þannig að það sé síbreytilegt eins og skip á sjó. Reiknað er með að það verði 2 metra hátt.
Eins og áður segir bárust 14 tillögur að listaverkinu og munu fagráð bæjarsins nú skoða þær.
Þann 4. febrúar síðastliðin voru liðin 100 frá að að mb Gammur lagðist við akkeri í Sandgerðisvík og hóf fiskveiðar frá Sandgerði. Af þessu tilefni er ráðgert að setja upp minnismerki á Hafnarsvæðinu vestan við ljósavitann. Þema verksins á að vera tengt vélum, bátum, skipum, störfum sjómanna og fjölbreytileika hafsins. Í lýsingu um samkeppnina segir að verkið verði í þrívídd og eigi að snúast eftir vindum þannig að það sé síbreytilegt eins og skip á sjó. Reiknað er með að það verði 2 metra hátt.
Eins og áður segir bárust 14 tillögur að listaverkinu og munu fagráð bæjarsins nú skoða þær.