Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

14 tillögur bárust í listaverkasamkeppni
Laugardagur 17. mars 2007 kl. 12:17

14 tillögur bárust í listaverkasamkeppni

Fjórtán tillögur bárust Sandgerðisbæ í samkeppni um listaverk sem setja á upp við höfnina í tilefni af 100 ára afmæli vélbátaútgerðar frá Sandgerði.

Þann 4. febrúar síðastliðin voru liðin 100 frá að að mb Gammur lagðist við akkeri í Sandgerðisvík og hóf fiskveiðar frá Sandgerði. Af þessu tilefni er ráðgert að setja upp minnismerki á Hafnarsvæðinu vestan við ljósavitann. Þema verksins á að vera tengt vélum, bátum, skipum, störfum sjómanna og fjölbreytileika hafsins.  Í lýsingu um samkeppnina segir að verkið verði í þrívídd og eigi að snúast eftir vindum þannig að það sé síbreytilegt eins og skip á sjó. Reiknað er með að það verði 2 metra hátt.
Eins og áður segir bárust 14 tillögur að listaverkinu og munu fagráð bæjarsins nú skoða þær.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024