Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

14 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur
Laugardagur 24. febrúar 2007 kl. 09:23

14 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur

Alls hafa 14 ökumenn verðir kærðir fyrir hraðakstur síðasta sólahringinn í umdæmi Suðurnesjalögreglunnar. Fjórir voru teknir í gærdag, þar af tveir á 125 km hraða á Reykjanesbraut þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km.

Níu ökumenn voru svo kærðir í gærkvöld og í nótt fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni og einn á Grindavíkurvegi. Einn þeirra var á 146 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024