Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

14 ára drengur lést í Bláa Lóninu
Föstudagur 6. ágúst 2004 kl. 19:17

14 ára drengur lést í Bláa Lóninu

Hörmulegur atburður átti sér stað í Bláa Lóninu í dag þegar 14 ára gamall piltur af erlendum uppruna lést. Sjúkrabílar frá Reykjavík og Keflavík voru kallaðir út ásamt lögreglu á þriðja tímanum í dag. Drengurinn var fluttur í skyndi á bráðamóttöku Landsspítala Háskólasjúkrahús við Hringbraut en lífgunartilraunir báru ekki árangur.

„Þetta er hörmulegur atburður og við erum mjög leið yfir þessu,“ sagði Anna G. Sverrisdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Bláa Lónsins.

Að sögn fósturforeldra drengsins var hann með sjúkdóm en ekki er vitað hverskyns hann var að svo stöddu. Hæsta viðbúnaðarstig var í lóninu eftir að upp komst um slysið og var öll umferð baðgesta um lónið stöðvuð.

„Starfsmenn Bláa Lónsins fundu drenginn fljótlega eftir að farið var að svipast um eftir honum,“ sagði Anna og bætti því við að þeir hefðu brugðist snarlega við og hafið strax lífgunartilraunir þegar drengnum hafði verið komið á þurrt.

Sjónarvottar voru harmi slegnir yfir atburðinum og býðst starfsmönnum Bláa Lónsins áfallahjálp sem mun standa fram á kvöld.

Nánari upplýsingar um slysið og tildrög þess er að vænta í fyrramálið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024