Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

14,5% atvinnuleysi í janúar á Suðurnesjum
Miðvikudagur 10. febrúar 2010 kl. 12:42

14,5% atvinnuleysi í janúar á Suðurnesjum


Atvinnuleysi á Suðurnesjum mældist 14,5% í janúar síðastliðnum. Að meðaltali voru 1,595 einstaklingar atvinnulausir í mánuðinum. Þetta er aukning frá desembermánuði en þá mældist 13,6% atvinnuleysi. Til samanburðar má geta þess að í janúar 2009 var 11,6% atvinnuleysi á Suðurnesjum.

Á landinu öllu atvinnuleysi í janúar 2010 var 9% eða að meðaltali 14.705 manns og eykst atvinnuleysi um 6,7% að meðaltali frá desember eða um 929 manns.  Á sama tíma á árinu 2009 var atvinnuleysi 6,6%, eða 10.456 manns að jafnaði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024