Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 29. maí 2001 kl. 15:12

130 þúsund e-töflur fóru um Ísland

Tollgæslan í New York tók yfir 130 þúsund e-töflur í fórum tveggja bandarískra kvenna sem höfðu haft viðkomu á leið sinni frá Amsterdam á Keflavíkurflugvelli. Jóhann Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir að efnin hafi aldrei farið frá borði flugvélarinnar og málið hafi verið upplýst af bandarísku tollgæslunni.Mbl.is greindi frá.

Jóhann segir að götuvirði efnanna hafi numið nokkur hundruð milljónum króna. Þetta átti sér stað í júní í fyrra og í október sama ár voru gerðar upptækar 30-40 þúsund e-töflur í Baltimore af þýskum mönnum sem millilentu hér á landi á leið sinni frá París. Jóhann segir að hvorki farangurinn né smyglararnir hafi komið inn í landið.
Hann bendir á að með tilkomu Schengen-samkomulagsins haldi tollgæslan á Keflavíkurflugvelli uppi persónueftirliti og ekkert sé því til fyrirstöðu að embættið geri tilviljanakennda leit í farangri jafnvel þótt farþegar fari einungis í biðsal flugstöðvarinnar.
"Við höfum vitað af því að fíkniefni hafa verið að streyma frá Evrópu um flugstöðina til Bandaríkjanna. Auðvitað reynum við að sporna gegn því og við viljum að sjálfsögðu ekki að Keflavíkurflugvöllur verði ákjósanlegur tengiflugvöllur fyrir eiturlyfjasala," segir Jóhann.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024