Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

13 Suðurnesjakonur útskrifast frá HA
Þriðjudagur 19. júní 2007 kl. 11:07

13 Suðurnesjakonur útskrifast frá HA

Háskólahátíð var haldin í Kirkjulundi þann 17. júní. Það voru 13 nemar af grunnskólakennarabraut sem voru að útskrifast frá Háskólann á Akureyri. Nemendurnir stunduðu nám sitt í fjarnám frá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (MSS).

Dagný Jónsdóttir söng við undirleik German Hlopin harmonikuleikara. Guðmundur Heiðar Frímannsson deildarforseti kennaradeildar fjallaði m.a. um nauðsyn þess að nota almenna skynsemi í sambland við þá þekkingu sem nemendur öðlast við menntun. Einnig lagði hann áherslu á hve einstaklingurinn breytist í því ferli sem menntun er bæði að þroska og þekkingu.

Bylgja Baldursdóttir talaði fyrir hönd útskriftarnema. Hún talaði um mikilvægi þess að hafa þennan möguleika að geta stundað nám í heimabyggð og færði þeim þakkir fyrir sem gerðu það kleift. Sérstakar þakkir fengu fjölskyldur útskriftarnema enda hefur mikið hvílt á þeim þennan tíma.

Böðvar Jónsson fjallaði m.a. um hve dýrmætt það væri að útskrifa nemendur sem gætu stundað nám á svæðinu þar sem þeir myndu búa þar áfram en sú hætta er alltaf fyrir hendi þegar einstaklingar flytja burtu til að stunda nám að þeir komi ekki tilbaka.

Jóhann Geirdal talaði m.a. um nauðsyn þess að fjölga útskrifuðum kennaranemum á Suðurnesjum til að geta haldið því góða hlutfalli fagmenntaðra starfsmanna í grunnskólum.

Guðjónína Sæmundsdóttir forstöðumaður MSS óskaði hinum nýútskrifuðu nemum til hamingju og fjallaði m.a. um þá aðstöðu sem æskilegt væri að fjarnemendur hefðu og hver metnaður MSS væri í þeim málum. Að lokum voru nemendur kvaddir með blómum.
 
Af vef MSS - Mynd/Oddgeir Karlsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024