13 ökumenn kærðir
Næstu daga verður sérstakt umferðarátak á vegum lögregluembætta á Suðvesturhorninu þar sem fylgst verður sérstaklega með öryggisbeltanotkun, öryggisbúnaði fyrir börn og að ökumenn tali ekki í farsíma án handfrjáls búnaðar. Í gær voru 13 ökumenn kærðir vegna þess að vera ekki með öryggisbelti spennt í umdæmi Lögreglunnar í Keflavík. Í gær fylgdist lögreglan sérstaklega með öryggisbúnaði barna í bifreiðum við leikskóla Reykjanesbæjar og voru engin afskipti höfð af ökumönnum. Enginn ökumaður var stöðvaður vegna notkunar farsíma án handfrjáls búnaðar í gær í umdæmi Lögreglunnar í Keflavík.