13 í bókina vegna hraðaksturs
Alls voru 13 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær og í nótt. Sá sem hraðast ók var á 129 km hraða á Reykjanesbraut.
Þá var einn ökumaður ákærður fyrir að ganga ekki nægilega vel frá farmi sínum. Í dagbók lögreglu segir að nokkuð sé um að bifreiðastjórar gleymi að læsa gámum við flutningstæki sín.