Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

13,5% atvinnuleysi á Suðurnesjum í febrúar
Fimmtudagur 12. mars 2009 kl. 08:49

13,5% atvinnuleysi á Suðurnesjum í febrúar


Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum 13,5% en minnst á Vestfjörðum 1,8%, samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar um stöðu á vinnumarkaði í febrúar. Nú eru 1,813 manns skráðir atvinnulausir á Suðurnesjum, 1,034 karlar og 779 konur.

Ef skoðuð er skiptingin milli sveitarfélaga í febrúar voru 1,228 atvinnulausir í Reykjanesbæ, 101 í Grindavík, 171 í Sandgerði, 102 í Garði og 81 í Vogum.

Skráð atvinnuleysi á landsvísu var nú í febrúar var 8,2% eða að meðaltali 13.276 manns og eykst atvinnuleysi um 27% að meðaltali frá janúar eða um 2.820 manns. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1%, eða 1.631 manns.

Í opinberri umræðu er talað um að mjög sé farið að hægjast á straumi þeirra sem þurfa að láta skrá sig atvinnulausa. Þá hafa engar tilkynningar borist um fjöldauppsagnir. Þykir þetta benda til að botninn sé að nást hvað atvinnuleysið varðar og hlutirnir fari því vonandi að þokast uppávið á ný.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024