Mánudagur 21. júní 2004 kl. 15:09
126 sagt upp hjá varnarliðinu síðan í nóvember
Eins og Víkurfréttir greindu frá fyrr í dag er fyrirhugað að segja a.m.k. 21 starfsmanni varnarliðsins upp störfum.
Þannig hefur alls 126 starfsmönnum varnarliðsins verið sagt upp störfum frá því í nóvember. Í endaðan nóvember fengu 105 uppsagnarbréf og í maí fylgdu 10 í kjölfarið.