1200 tonn af rusli úr sjónum
Blái herinn lagði til efni á sýningu
„Allt áhugafólk sem lætur sig umhverfismál varða eru hjartanlega velkomin á þessa opnun á sýningunni 1200 tonn hjá Sjávarklasanum á Granda. Blái herinn er stoltur þátttakandi og sýnir rusl úr fjörum landsins,“ segir Tómas J. Knútsson, umhverfisverndarfrömuður og herstjóri Bláa hersins, en hann hefur lagt til efni í sýninguna.
Á hverju ári rekur hundruð tonna af netum, köðlum, plasti og öðrum úrgangi á strandir Íslands. Efniviður úrgangsins hefur verið nýttur í hönnun og nýsköpun og gefið nýtt líf í nokkrum eftirtektarverðum verkum. Sýningin er hluti af Hönnunarmars í ár.