Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 17. apríl 2002 kl. 14:01

12 þúsund tonna brennslustöð í Helguvík

Sorpeyðingarstöð Suðurnesja hefur samþykkt að taka tilboði Heklu hf. og Járnbendingar ehf. í byggingu nýrrar móttöku- og sorpbrennslustöðvar í Helguvík. Alls bárust fimmtán tilboð í verkið, en tilboð Heklu og Járnbendingar hljóðaði upp tæpar 584 milljónir íslenskra króna.Brennslugeta nýju stöðvarinnar verður tæp 12 þúsund tonn á ári en búnaður stöðvarinnar mun fullnægja öllum þeim heilbrigðiskröfum sem settar hafa verið ásamt því að fullnægja væntanlegum kröfum sem Evrópusambandið mun setja. Talið er að framkvæmd stöðvarinnar verði lokið fyrir árslok næsta árs.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024