Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

12,1% atvinnuleysi á Suðurnesjum
Mánudagur 12. október 2009 kl. 12:46

12,1% atvinnuleysi á Suðurnesjum


Atvinnuleysi er nú mest á Suðurnesjum eða 12,1%. Meðalfjöldi atvinnulausra á Suðurnesjum í september síðastliðnum var 1,352. 
Ef skiptingin er skoðuð eftir sveitarfélögum í lok september þá voru 116 atvinnulausir í Grindavík, 1115 í Reykjanesbæ, 127 í Sandgerði, 90 í Garði og 74 í Vogum.

Skráð atvinnuleysi á landinu öllu var 7,2% í september síðastliðnum eða að meðaltali 12,145 manns. Minnkar atvinnuleysi um 9,3% að meðaltali frá ágúst eða um 1,242 manns. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1,3%, eða 2,229 manns.

Atvinnuleysi er minnst á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra eða 1,8%.  Atvinnuleysi minnkaði á höfuðborgarsvæðinu um 11% en minnkar um 4,3% á landsbyggðinni.  Atvinnuleysi minnkar um 6,6% meðal karla en minnkar um 13% meðal kvenna.  Atvinnuleysið er 7,6% meðal karla og 6,7% meðal kvenna.

Þetta kemur fram á vef Vinnumálastofnunar, sjá hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024