Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

118 tonn af brotajárni féllu til í Sandgerði
Miðvikudagur 1. júní 2005 kl. 22:08

118 tonn af brotajárni féllu til í Sandgerði

Umhverfisátaki Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja, Hringrásar, Njarðtaks og Sandgerðisbæjar formlega lokið. Í átakinu voru fyrirtæki innan sveitarfélagsins virkjuð til þess að gera alsherjar tiltekt á lóðum sínum og á opnum svæðum. Björgunarsveitin Sigurvon bauð fyrirtækjum aðstoð sína í átakinu.
Í átakinu söfnuðust 118 tonn af brotamálmum sem komið var í endurvinnslu. Njarðtak annaðist flutning málmanna til Helguvíkur þar sem þeir bíða útflutnings til endurvinnslu.
Aðilar átaksins þakka fyrirtækjum og íbúum í Sandgerði fyrir góðar undirtektir og virka þátttöku í átakinu.
Þetta kemur fram á vef Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024