115 milljónir kostar að gera upp bryggjuhúsið
Áætlað er að rúmlega 115 milljónir króna muni kosta að endurbyggja bryggjuhús Duushúsa í Reykjanesbæ en samkvæmt Framtíðarsýn bæjarstjórnar er ráðgert að ljúka verkinu á yfirstandandi kjörtímabili.
Menningarfulltrúi hefur lagt fram í menningarráði uppreiknaða kostnaðaráætlun frá árinu 1999 ásamt tillögu að skiptingu verkþátta frá Umhverfis- og skipulagssviði. Heildarupphæð er kr. 115.292.000 . Samtals er um að ræða 754 fermetra og er áætlaður verkkostnaður því um 153 þúsund á hvern fermetra. Menningarráð hefur falið formanni þess að fylgja málinu eftir.
Mynd: Bryggjuhús Duushúsa. VF-mynd:elg