111 stöðvaðir í ölvunaraksturseftirliti lögreglu

Lögreglan á Suðurnesjum er með sérstaka áherslu á ölvunaraksturseftirlit núna í desember.
Alls voru 111 ökutæki stöðvuð á föstudags- og laugardagskvöld. Einn ökumaður stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur. Tveir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um fíkniefnaakstur.
Eftirlitið heldur áfram næstu helgar. „Eftir einn ei aki neinn“.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				