Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

110 þúsund króna sekt og ökuleyfissvipting
Miðvikudagur 23. maí 2007 kl. 09:38

110 þúsund króna sekt og ökuleyfissvipting

Lögreglan á Suðurnesjum hafði síðasta sólarhringinn hendur í hári sjö ökumanna sem brutu umferðarlög með hraðakstri. Einn þeirra var tekinn í gær á Strandarheiði þar sem hann mældist á 161 km hraða en á þessum vegarkafla er leyfilegur hámarkshraði 90 km.
Samkvæmt umferðarlögum má viðkomandi ökumaður eiga von á 110 þúsund króna sekt og 3ja mánaða ökuleyfissviptingu.
Nú er einmitt sá árstími þar sem meira ber á hraðakstri og hefur lögreglan hirt fjölda ökumanna undanfarið vegna þessa.
Þá höfðu lögreglumenn afskipti af ökumanni á torfæruhjóli í Vogum í gær en ökutækið var án skráningarnúmera.











Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024