Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

11 ára drengur féll af þaki og lærbrotnaði
Mánudagur 14. janúar 2013 kl. 12:01

11 ára drengur féll af þaki og lærbrotnaði

Lögreglunni á Suðurnesjum barst um helgina tilkynning þess efnis að piltur hefði fallið af þaki leikskólans í Vogum og slasast. Um var að  ræða ellefu ára dreng, sem hafði klifrað upp á þak byggingarinnar. Fljúgandi hálka var á þakinu og rann hann niður af því, með þeim afleiðingum að hann slasaðist á fæti. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann í Fossvogi, þar sem í ljós kom að hann hafði lærbrotnað.

Þá slasaðist ung stúlka á fæti þegar hún var að æfa stökk á gólfdýnu í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ. Hún var flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024