11.111 íbúar í Reykjanesbæ
Íbúum í Reykjanesbæ heldur áfram að fjölga en stutt er síðan 11 þúsundasti íbúinn flutti til bæjarins.
í dag eru íbúar nú orðnir 11.111 talsins sem er 1,5% fjölgun frá áramótum.
Þess má geta að við gerð fjárhagsáætlunar 2005 var gert ráð fyrir 1,5% fjölgun íbúa allt árið.
Svo skemmtilega vill til að Reykjanesbær telur 11.111 íbúa á 11 starfsári bæjarfélagsins sem var á laugardaginn 11. júní.
Þetta kemur fram á vef Reykjanesbæjar.