Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

11.000 trjáplöntur mynda skjól
Mánudagur 16. júní 2014 kl. 10:17

11.000 trjáplöntur mynda skjól

– fyrir sterkri NA-áttinni

Frá því á vormánuðum 2012 hefur Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Reykjanesbær og Skógræktarfélag Suðurnesja unnið saman að umfangsmiklu uppgræðsluátaki á jaðarsvæðum á Ásbrú. Helst hefur verið horft til svæðis norðaustan við Ásbrú til þess að mynda skjól fyrir sterkri norðaustanáttinni. Á þessum tíma hafa verið gróðursettar yfir 11.000 trjáplöntur.

Gróðursetning trjáa myndar ekki bara skjól með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á hitastig og veðurfar svæða heldur fegrar gróður einnig umhverfið, gerir það hlýlegra og myndar umgjörð um það mannlíf sem íbúar svæðisins óska sér.
Gróðursetning á nærsvæðum samfélagsins hefur einnig verið mikil á undanförnum árum og ber þar t.d. að nefna gróðursetningu við innkomu, Andrews Keilisbraut, golfvöllinn og Sporthúsið.

Áframhaldandi gróðursetning á Ásbrú mun auka á lífsgæði og vellíðan íbúa Ásbrúar auk annarra í Reykjanesbæ en Ásbrú er í dag mikið sótt af íbúum annarra hverfa í Reykjanesbæ t.d. til að sækja Sporthúsið eða Keili heim eða jafnvel til að taka nokkrar holur á golfvellinum á Ásbrú svo eitthvað sé nefnt.



Á þessu svæði hafa verið settar niður fjölmargar plöntur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024