11.000 baðgestir um páskana í Bláa lóninu
Um 11.000 baðgestir fóru í Bláa lónið yfir páskahelgnia.Að sögn Magneu Guðmundsdóttur kynningarstjóra Bláa lónsins var fjölskyldufólk fjölmennt. Meirihluti gestanna voru Íslendingar en nú fer erlendum ferðamönnum fjölgandi og hjá þeim er Bláa lónið ofarlega á óskalistanum.Meðfylgjandi myndir voru teknar í lóninu á laugardaginn.