Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 5. febrúar 1999 kl. 21:19

108 LÍKAMSÁRÁSIR KÆRÐAR Í FYRRA

Lögreglunni í Keflavík bárust kærur vegna 108 líkamsárása 1998. Skv. upplýsingum lögreglunnar áttu 70% árásanna sér stað á laugardögum og sunnudögum og 74% kærðra voru á aldrinum 11 til 25 ára. Eins og venjulega eru veitinga- og samkomuhús vinsælustu verustaðir ofbeldishneigðra og áttu 44,5% árásanna sér stað á eða við slíkan atvinnurekstur. Í öðru sæti og öllu alvarlegra er að 25% líkamsárása ársins eiga sér stað á eða fyrir utan heimili Suðurnesjamanna. Einnig vekur athygli að kærðir eru 24 aðilar undir 16 ára aldri. Er hugað er að skiptingu á milli sveitarfélaga kom í ljós að 77 árásanna átti Reykjanesbær, Grindavík 17, Garður 9, Sandgerði 3 og Vogar tvær.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024