Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

105 fá uppsagnarbréf eftir helgina
Þriðjudagur 18. nóvember 2003 kl. 13:33

105 fá uppsagnarbréf eftir helgina

Uppsagnir 105 starfsmanna Varnarliðsins á Keflavíkuflugvelli verða tilkynntar eftir helgi, en samráðsfundur Varnarliðsins og stéttarfélaga á Suðurnesjum var haldinn í morgun.  Guðbrandur Einarsson formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja sagði í samtali við Víkurfréttir að samráði Varnarliðsins og stéttarfélaganna væri lokið. „Að mínu mati skilaði samráðið árangri í morgun, sérstaklega hvað varðar félagslega stöðu þeirra sem sagt var upp störfum. En að öðru leiti get ég ekki tjáð mig um efni fundarins sem er trúnaðarmál samkvæmt lögum.“

 

Um síðustu mánaðarmót var 90 starfsmönnum Varnarliðsins sagt upp störfum en fáum dögum síðar voru uppsagnirnar dregnar til baka að kröfu stéttarfélaganna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024