Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

103 íbúðir skemmdust, möguleiki á skemmdum í jarðlögnum
Þriðjudagur 21. nóvember 2006 kl. 17:39

103 íbúðir skemmdust, möguleiki á skemmdum í jarðlögnum

Alls skemmdust 103 íbúðir í 12 húsum í vatnslekanum sem varð á Keflavíkurflugvelli um helgina. Auk þess urðu skemmdir á 1 leikskóla og 6 húsum þar sem var atvinnuhúsnæði og vörugeymslur. Þetta kom í ljós í athugun starfsmanna Flugmálastjórnar sem lauk síðdegis.

Af 103 íbúðum voru 69 fjölskylduíbúðir sem skemmdust í 10 húsum og 34 einstaklingsíbúðir í 2 húsum.

Á Alþingi í dag baðst utanríkisráðherra afsökunar á atvikinu fyrir hönd stjórnvalda sem munu bera kostnað af skemmdunum. Hún sagði að tjónið hlypi á tugum milljóna.

Samkvæmt mönnum sem þekkja til aðstæðna eru einnig miklar líkur á að skemmdir hafi orðið á lögnum í jörðu á gamla varnarsvæðinu þar sem lítil eða engin hreyfing er á vatni. Slík atvik hafi oft komið upp á síðustu árum jafnvel þótt fullt rennsli hafi verið á vatninu.

VF-mynd/Þorgils

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024