100% slökkviliðsstjóri til loka október
Starfshópur um brunavarnir í Sandgerðisbæ hefur lagt tillögu fyrir bæjaryfirvöld í Sandgerði um að tímabundin ráðning slökkviliðsstjóra í 100% starfshlutfall verði framlengd til loka október nk. Bæjarráð Sandgerðis hefur samþykkt þessa tillögu samhljóða.
„Starfshópurinn leggur til að tímabundin ráðning slökkviliðsstjóra í 100% starfshlutfalli verði framlengdur til 31. október 2011. Þetta er gert til að starfshópurinn hafi nægan tíma til að ganga frá tillögum sínum og bæjarstjórn tíma til að taka afstöðu til þeirra.
Slökkviliðsstjóri mun á þessum tíma halda áfram vinnu við eldvarnaeftirlit og úrvinnslu ábendinga frá Mannvirkjastofnun vegna brunavarnaráætlunar fyrir Sandgerðisbæ auk reglubundinna starfa vegna reksturs slökkviliðs“.