100% kjörsókn þingmanna úr Garði
Kjörsókn er 100% þegar horft er þingmanna í Sveitarfélaginu Garði. Garðurinn á tvo fulltrúa á Alþingi Íslendinga, þau Ásmund Friðriksson Sjálfstæðisflokki og Oddnýju G. Harðardóttur Samfylkingu.
Oddný var mætt á kjörstað á slaginu kl. 9 í morgun og kaus áður en hún hélt í ferðalag um kjördæmið þar sem hún ætlaði að hvetja fólk til að kjósa Samfylkinguna, enda á brattan að sækja samkvæmt könnunum síðustu daga.
Oddný hafði vart yfirgefið kjörfund í Gerðaskóla í Garði þegar hinn þingmaðurinn úr Garði, Ásmundur Friðriksson, mætti á kjörstað til að greiða atkvæði.
Kjörfundur hófst kl. 9 í morgun og stendur til kl. 22 í kvöld. Nokkuð ljóst er að Garðmenn eru snemma á ferðinni og á fyrstu 15 mínútunum í morgun höfðu 1% atkvæðabærra manna í Garði kosið á kjörstað en kjörskráin í Garði losar 1000 kjósendur.