100 grunnskólanemar við nám á Ásbrú
Rétt um 100 nemendur verða í Háaleitisskóla á Ásbrú í vetur. Skólinn var settur nú eftir hádegið. Í skólanum verða nemendur í 1. til 6. bekk. Þá verður einnig sérstök deild við skólann sem er með svipuðu formi og Björkin við Njarðvíkurskóla.
Háaleitisskóli á Ásbrú er rekinn sem útibú frá Njarðvíkurskóla frá skólaárinu 2008-2009. Þrettán starfsmenn eru við Háaleitisskóla.
Myndirnar voru teknar við skólasetninguna í dag. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson