Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

100 eldri borgarar mættu í sjávarfangsveislu hjá Stakkavík
Það var fjölmenni í sal Stakkavíkur í gær. Myndir/Grindavik.is
Fimmtudagur 28. febrúar 2013 kl. 10:59

100 eldri borgarar mættu í sjávarfangsveislu hjá Stakkavík

Annað árið í röð bauð útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Stakkavík eldri borgurum í Grindavík, í samvinnu..

Annað árið í röð bauð útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Stakkavík eldri borgurum í Grindavík, í samvinnu við Félag eldri borgara, í sannkallaða sjávarfangsveislu í húsnæði fyrirtækisins. Yfir 100 eldri borgarar mættu í veisluna og var glatt á hjalla. Greint er frá þessu á heimasíðu Grindavíkurbæjar.

Er þetta gott dæmi um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og hvað þau geta haft jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt eins og Stakkavík og fleiri fyrirtæki í Grindavík hafa gert með öflugum stuðningi við félagasamtök og íþróttir í bænum.

Óhætt er að segja að boðið hafi verið upp á dýrindis veisluborð með úrvals fiskmeti sem eldri borgararnir kunnu svo sannarlega vel að meta. Þá var boðið upp á skemmtiatriði. Voru eldri borgararnir afar þakklátir eigendum Stakkavíkur fyrir frábært boð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024