100 bangsar að gjöf
Kiwanisklúbburinn Keilir hefur séð sjúkrabílum á Suðurnesjum fyrir böngsum í 30 ár og er þessi mjúki aðstoðarmaður sem fékk nafnið Ævar orðinn ómissandi í sjúkrabílana.
Nýlega afhenti Keilir Brunavörnum Suðurnesja 100 bangsa að gjöf. Á myndinni má sjá Jón Ragnar Reynisson, forseta Keilis, og Ingólf Ingibergsson, formann styrktarnefndar, afhenda fyrsta bangsann í ár. Jökull Ísak Birgisson var sérstakur aðstoðarmaður.