Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

100.000 krónur fyrir nafn á verslunarkjarna
Föstudagur 20. mars 2009 kl. 19:24

100.000 krónur fyrir nafn á verslunarkjarna

Nú er leitað að nafni á verslunarkjarnann sem byggður hefur verið við Samkaup við Krossmóa í Reykjanesbæ. Í boði eru 100.000 krónu verðlaun fyrir besta nafnið sem verður notað. Eigendur verlsunarkjarnans áskilja sér rétt til að hafna öllum nöfnum sem berast. Séu fleiri en einn með nafnið sem verður fyrir valinu verður dregið úr þeim nöfnum og vinningshafinn fær 100.000 krónur í verðlaunafé.

Hugmyndir að nöfnum á að senda til Víkurfrétta fyrir 1. apríl nk. Hugmyndirnar má senda sem tölvupóst á [email protected], merkt sem „hugmyndasamkeppni“. Einnig má senda hugmynd að nafni í pósti, merkt: Víkurfréttir, Grundarvegi 23, 260 Reykjanesbæ og verður pósturinn að hafa borist fyrir 1. apríl nk. Munið að taka fram nafn, kennitölu og símanúmer þess sem á tillöguna að nafninu.

Nú er bara að fá andann yfir sig, finna gott nafn á verslunarkjarnann og vonast til að 100.000 krónurnar falli þér í skaut.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024