Þriðjudagur 14. mars 2006 kl. 09:10
10 teknir vegna hraðaksturs
Lögreglan í Keflavík stöðvaði tíu ökumenn í gær vegna hraðaksturs. Mældist sá sem hraðast ók á 144 km. hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km. Nokkuð hefur borið á hraðakstri undanfarið með hækkandi sól. Þá voru tveir ökumenn kærðir fyrir að tala í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað.