Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • 10 ár frá tilkynningu um brotthvarf Varnarliðsins
    Yfirmannaskipti hjá Varnarliðinu. VF-mynd: Hilmar Bragi
  • 10 ár frá tilkynningu um brotthvarf Varnarliðsins
Þriðjudagur 15. mars 2016 kl. 06:01

10 ár frá tilkynningu um brotthvarf Varnarliðsins

- Víkurfréttir vinna að heimildamynd um áhrif brotthvarfsins

Í dag eru tíu ár liðin frá því að tilkynnt var að Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli yrði lagt niður og „Keflavíkurstöðinni“ lokað. Það var 15. mars 2006 sem tilkynnt var um lokunina en varnarstöðinni var síðan endanlega lokað í september sama ár.

Tíðindin um lokun stöðvarinnar voru mikið áfall fyrir Suðurnesjamenn, enda Varnarliðið stór vinnuveitandi á þessum tíma með hundruð íslenskra starfsmanna og stærstur hluti þeirra var frá Suðurnesjum.

Víkurfréttir vinna að gerð heimildamyndar um brotthvarf Varnarliðsins og hvaða áhrif það hafði á samfélagið á Suðurnesjum. Heimildamyndin verður sýnd í haust, þegar 10 ár verða liðin frá brotthvarfi Varnarliðsins.



Síðasta björgunarþyrla Varnarliðsins flutt af landi brott sumarið 2006.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024