10,6% atvinnuleysi á Suðurnesjum í júní
- Minnkar um 1,5% á milli mánaða,1.3% minna en í júní í fyrra
Samkvæmt nýútkominni skýrslu Vinnumálastofnunar um stöðu á vinnumarkaði í júní 2011 voru að meðaltali 1236 atvinnulausir á Suðurnesjum í júnímánuði og hafði atvinnulausum fækkað um 135 á milli
mánuða eða 1,5%.
Atvinnuleysi í júní 2011 á Suðurnesjum mældist 10.6% samanborið við 11,9% í júní 2010 og 12,1% í júní 2009.
Þá mældist 6,7% atvinnuleysi á landinu öllu í júní en var 7,4% í maí og 8,1% í apríl. Í júní 2010 mældist atvinnuleysi á landinu 7,6% og 8,1% í júní 2009. Að meðaltali voru 11.704 manns atvinnulausir nú í júnímánuði á landinu öllu og fækkaði atvinnulausum um 849 frá maí eða um 0,7%.